Síðdegisútvarpið

30. október

Hertar sóttvarnareglur voru kynntar í dag. Frá miðnætti mega bara 10 koma sama en voru tuttugu - nema með fáum undantekningum, t.d. við útfarir þar sem 30 mega koma saman. Eitt sem vekur athygli er eru börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (það gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Þetta mun hafa mikil áhrif á skólastarf. Við ætlum heyra í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og freista þess í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.

Jólagestir Björgvins fara fram í 14. skiptið 19. desember. Þessir tónleikar eru löngu orðnir partur af jólahefðinni mörgum. Óttast var um engir Jólagestir yrðu í ár þangað til Björgvin Halldórsson og hans fólk ákváðu kýla á færa fólki tónleikana heim í stofu í gegnum streymi. Björgvin kemur í þáttinn til okkar í dag og segir okkur betur frá þessu og einnig mætir hann vopnaður nýju lagi.

Sveinn Kjartansson meistarakokkur kennir okkur matreiða ufsa.

Norðurhluti Árbæjarlóns, andapollurinn svokallaði fyrir ofan stífluna í Elliðaárdal í Reykjavík, var tæmt í gærmorgun og er þetta í síðasta skipti sem það gerist. Ákveðið hefur verið safna ekki vatni í lónið framar eins og gert hefur verið um áratuga skeið. á koma á náttúrulegu rennsli í gegnum stífluna. Íbúar og velunnarar í Elliðaárdalnum hafa mótmælt því hvernig staðið var þessari framkvæmd og vilja skýringar hvað það varðar - við heyrum í Þorkeli Heiðarsyni líffræðingi og formanni íbúaráðs Árbæjar um málið.

Það er ansi þungur róður hjá mörgum í samfélaginu og allar líkur á hann muni þyngjast. Mörg fyritæki á landinu gera sitt besta til létta undir hjá fólki og eitt af þeim er Kaupfélag Skagfirðinga. Kaupfélagið og dótturfyritæki þess í matvælaframleiðslu ætlar gefa bágstöddum íslenskum fjölskyldum 40.000 máltíðir fram til jóla. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri verður á línunni.

Birt

30. okt. 2020

Aðgengilegt til

30. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.