Síðdegisútvarpið

29.okt

Hópsmit sem hafa komið upp undanfarið hafa haldið rakningareyminu á tánum undanfarnar vikur. Stærst er sýkingin tengd Landakoti sem er talið megi rekja 122 smit til og næst stærst er sýking í Ölduselsskóla, sem 44 smit hafa verið rakin til. Við tölum á eftir við Jóhann Björn Skúlason, hann er yfirmaður smitrakningarteymisins.

Við fáum vita allt um Svefnbyltinguna, sem er stórt alþjóðlegt verkefni sem Erna Sif Arnardóttir, lektor við HR, leiðir. Verkefnið hefur fengið risastyrk frá ESB til fjögurra ára. Verkefnið felur meðal annars í sér rannsóknir á svefni um 30.000 einstaklinga, hér á landi og víðar í Evrópu.

Malbikstöðin og Fagverk annarsvegar og Sorpa hinsvegar, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á óhemjumagni af metani sem er ætlað nýta til búa til malbik. Þarna er verið tala um tæplega heming þess metans sem nýja gas- jarðgerðarstöðin framleiðir. Þannig malbikið ætti verða aðeins grænna fyrir vikið. Baldur Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar og Jón Viggó Gunnarsson, sérfræðingur SORPU í markaðs- og tækniþróun ætla segja okkur betur frá.

Vefsíðan gítarparty.is hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en þar er hægt finna hjóma og grip úr vinsælum dægurlögum geta píanó - og bassaleikarar fundið sín grip og hljóma á síðunni - við ræðum við Þorgils Björgvinsson einn af stofnendum síðunnar og spyrjum hann m.a. annars út í hvort umferð hafi aukist þar síðustu mánuði

Guðjón Ragnar Jónasson er annar höfunda bókarinnar Kindasögur 2, sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Kindasögur. Það er skoðun höfunda kindasögur séu sérstök grein íslenskrar sagnaskemmtunar sem eigi sér langa sögu en lifi enn góðu lífi - rétt eins og sauðkindin sjálf. Guðjón verður á línunni.

Birt

29. okt. 2020

Aðgengilegt til

29. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.