Síðdegisútvarpið

26. október

Sl. laugardag var fyrsti vetrardagur og þá var líka kjötsúpudagurinn haldinn með breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað uppákomu á Skólavörðustíg eins og undanfarin ár, eldaði Gísli Matthías Auðunsson,matreiðslumeistari, kjötsúpu í beinni útsendingu á Netinu frá Súlnasal Hótel Sögu. Var um samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda og Sölufélags garðyrkjumanna ræða og tókst vel elda gömlu góðu ömmukjötsúpuna í beinni sem þjóðin hafði valið nokkrum dögum fyrr sem besta kjötsúpan á Facebook-síðu lambakjöts. Við heyrum í Gísla hér eftir smá stund um þessar sniðugu hugmynd.

Bretar hafa glímt við kórónuverufaraldurinn líkt og aðrar þjóðir og á mörgum sviðum hefur ástandið þar verið verra en hjá mörgum öðrum. Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýflutt til London við heyrum í henni í þættinum.

Menningarhátíðin Rökkurdagar í Grundarfirði hefjast í dag, mánudaginn 26. október og standa til 1. nóvember. Í ljósi aðstæðna er hátíðin með breyttu sniði í ár en Grundfirðingar gera það besta úr aðstæðum og hefur birst vegleg dagskrá á heimasíðu bæjarins. Við skoðum dagskrána með Eygló Báru Jónsdóttur á Grundarfirði.

Nærri helmingur starfsmanna Háskóla Íslands fann fyrir auknu álagi í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Vinnuaðstæður fólks heima fyrir voru misjafnar og um þriðjungur starfsfólks var ekki með sér vinnuherbergi á heimili sínu. Þá gekk samhæfing vinnu og einkalífs verr hjá fólki með börn á heimilinu og akademísku starfsfólki. En hvernig skyldi ganga núna ? Við skoðum þessar niðurstöður og heyrum hvernig staðan er í háskóla íslands - Jón Atli Benediktsson háskólarektor ræðir við okkur.

Og við heyrum líka af ungu fólki í stang- og skotveiði Helga Kristín Tryggvadóttir sem er ein af stofnendum FUSS - sem er félag ungra í skot - og stangveiði

Góð samskipti hafa tekið saman lista yfir 40 íslenskar vonarstjörnur í viðskiptalífinu víða um heim. Andrés Jónsson almannatengill fer yfir listann með okkur.

Birt

26. okt. 2020

Aðgengilegt til

26. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.