Síðdegisútvarpið

15. október

Geðhjálp hefur ráðist í átak til beina sjónum orsakaþáttum geðheilsu. Þetta er meðal annars gert með því benda á töluna 39, sem er meðaltal sjálfsvíga hér á landi síðustu 10 ár. Geðhjálp segir í tilkynningu leiðin til þess koma í veg fyirr og fækka sjálfsvígum bæta og rækta geðheilsu þjóðarinnar og gefa henni gaum. Hvernig gerum við það? Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis og Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá sama embætti ætla ræða þessi mál við okkur á eftir.

Á Brúnastöðum í Fljótum hefur matarsmiðja verið í smíðum og eftir mjög langan undirbúning sem hófst vorið 2018 eru fyrstu afurðirnar líta dagsins ljós. Þar er um ræða geitaosta og eru þeir vænanlegir á markað innan skamms. Við heyrum í Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur og spyrjum út í ostagerðina.

Við heyrum líka í Kristínu Jónsdóttur sem býr og starfar í París, en um helgina var sett á útgöngubann í París og nokkrum öðrum borgum og stendur bannið frá kl. 21 á kvöldið til kl. 06 á morgnana.

Hvers konar lyf á hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19? Þannig er spurt á Vísindavefnum og til svara er Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ. Hann verður á línunni.

Í kvöld verður á dagskrá RÚV umræðuþáttur um COVID-19 þar sem framlínan og sérfræðingar svara meðal annars spurningum landsmanna. Og það er hægt senda inn spurningar með því fara á forsíðu ruv.is. Þátturinn er á dagskrá kl. 19:40 og við ætlum trufla annan umsjónarmanninn, Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, sem er gera sig klára fyrir útsendinguna.

Helgina 13. og 14. nóvember stendur Iceland Airwaves fyrir stafrænu tónlistarhátíðinni Live from Reykjavik. Margt þekktasta tónlistarfólk og hljómsveitir landsins koma fram á tónleikunum og þar finna hljómsveitir sem hafa náð miklum vinsældum út um allan heim í bland við helstu vonarstjörnur íslensks tónlistarlífs. Ísleifur Þórhallsson, aðalaspaðinn hjá Airwaves, segir okkur betur frá.

Birt

15. okt. 2020

Aðgengilegt til

15. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.