Síðdegisútvarpið

08.10.2020

Það er víða sem herða þarf tökin vegna kórónuveirunnar, í Skotlandi hafa menn ákveðið banna sölu og neyslu á áfengi á skoskum pöbbum við hringjum til Skotlands og heyrum í Ragnhildi Kristjönu Ástþórsdóttur lögfræðinema í Edinborg

Umhverfisstofnun hefur staðið fyrir sýnatökum í vatni í þeim tilgangi kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk. Um er ræða efni sem eru á sérstökum vaktlista Evrópusambandsins og hefur m.a. geyma lyfjaleifar, kynhormón og varnarefni. Við ræðum við Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur verkefnisstjóri vatnamála hjá umhverfisstofnun.

Við ætlum líka heyra hvernig sýnatökur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa gengið fyrir sig í dag -Sigríður Dóra Magnsúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni verður á línunni

Það er allt undir þegar Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum um sæti á EM karla í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er mikilvægasti á árinu hjá íslenska karlalandsliðinu.

Loksins verður af leiknum sem beðið hefur verið eftir síðan í nóvember fyrir tæpu ári síðan. Þorkell Gunnar íþróttafréttamaður kemur til okkar rétt fyrir leikinn

En við byrjum á kettinum Gunnlaugi, sem búsettur er í grennd við Hofsós, hann komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði - um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. í símanum er Freyja Amble Gísladóttir

Birt

8. okt. 2020

Aðgengilegt til

8. okt. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.