Síðdegisútvarpið

24.september

Eggja- og sæðisbankinn Livio auglýsti á Facebook í síðustu viku eftir hugsanlegum sæðisgjöfum. „Hjálpaðu þeim sem þrá barn. Þú færð ókeypis heilsufarsskoðun og þóknun. Gefðu gjöf í dag!“ segir í auglýsingunni. Við heyrum í Helgu Sól Ólafsdóttur umsjónarmanni hjá Livio og spyrjum hana hvernig gangi safna í bankann

Fólk í katta- og kettlingaleit hefur eflaust orðið vart við nánast enga ketlinga er finna á landinu og þeir sem fáu sem detta inn á samfélagsmiðla verða til þess fólk nánast slæst um þá. Sömu sögu segja úr Kattholti sem ávalt hefur verið í vandræðum vegna of margra katta, þar eru ekki margir í dag. Við heyrum í Hönnu eða Jóhönnu Ásu Evensen rekstrastjóra Kattholts og spyrjum hana um ástæðurnar fyrir kattaleysinu.

Svo hringdi Arndís hjá Villiköttum í okkur og sagðist vera drukkna í kettlingum.

Töluvert hefur verið rætt um CBD í þjóðfélaginu í sambandi við fæðubótaefni og snyrtivörur undanfarið. En hvað er CBD og býr það yfir einhverjum áður óþekktum töfrum? Katrín Guðjónsdóttir fagsviðsstjori og sérfræðingur hjá Matvælastofnun situr fyrir svörum varðandi CBD.

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefur aftur göngu sína í kvöld. Þættirnir eru á dagskrá annaðhvert fimmtudagskvöld en voru áður á þriðjudagskvöldum. Við heyrum í Helga Seljan og fáum hann til segja okkur frá umfjöllunarefni þáttarins.

Einnig heyrum við í Einari Loga á Kanarí um veika íslendinga á svæðinu.

Birt

24. sept. 2020

Aðgengilegt til

24. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.