Síðdegisútvarpið

21. september

Greint var frá því í dag þrjú smit hafi greinst hjá starfsfólki Reykjalundar til viðbótar við eitt smit sem greindist á miðvikudaginn síðastliðinn. Þá hefur einn skjólstæðingur Reykjalundar greinst með COVID-19. Í ljósi þess ákvað framkvæmdastjórn Reykjalundar gera meðferðarhlé hjá öllum þjónustuþegum dag og göngudeilda Reykjalundar í vikunni, þ.e. dagana 21.-25. september. við heyrum í forstjóranum Pétri Magnússyni.

Fréttir bárust í dag um verð á hlutabréfum í mörgum af stærstu bönkum heims hafi lækkað verulega í morgun en um helgina var farið birta upplýsingar úr gögnum sem lekið var frá efnahagsbrotadeild bandaríska fjálmálaráðuneytisins til Buzzfeed News og alþjóðasambands rannsóknarblaðamanna. Þau gefa til kynna umfangsmikið peningaþvætti hafi viðgengist um árabil í gegnum marga banka t.d. skandinavíska banka og Deutche Bank því er virðist með vitneskju háttsettra starfsmanna. Málið teygir sig um allan heim og við sögu koma ríki sem sæta efnahagsþvingunum, olíkarkar í Rússlandi, gullkaupmenn í Tyrklandi, vopnasmyglarar og eiturlyfjahringir en hvað er í gangi þarna, hvers vegna eru yfirvöld svona sein taka við sér? og hvers vegna á almenningur hafa áhyggjur af peningaþvætti ríka fólksins? Guðrún Johnsen háskólakennari í fjármálahagfræði og efnahagsráðgjafi VR verður á línunni eftir fimm fréttirnar.

Hljómsveitin Kul með Heiðar Örn Kristjánsson í broddi fylkingar er endurútgefa lag Heiðars og Viking Giant Show - Party At The White House með fulltingi bandarískra samstarfsmanna sem hafa mikla trú á laginu þar í landi. Lagið er auðvitað skemmtileg ádeila á bandarísk stjórnmál og útgáfan því varla tilviljun á þessum umbrotatímum. Við heyrum í höfundinum Heiðari Erni hér á eftir.

Það var ansi vetrarlegt víða um land í morgun og hugsanlegt skíðaspenningur hafi komið upp hjá mörgum. Gígja Hólmgeirsdóttir kíkti upp í Hlíðarfjall, skíðasvæði Akureyringa, og spjallaði þar við Stefán Gunnarsson, starfandi forstöðumann Hlíðarfjalls, og forvitnaðist um starfsemina og hvernig gangi með nýju stólalyftuna.

lokum kemur önnur Gígja við sögu því Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir þátttakendum í gjörningi listakonunnar Gígju Jónsdóttur Nánd í þremur þáttum en gjörningurinn er hluti af dagskrá sýningarinnar Haustlaukar II, sem mun eiga sér stað 24. september - 18. október. Gígja leitar eftir pörum á öllum aldri til þess taka þátt í 5 mínútna gjörningi sem mun eiga sér stað í almannarými laugardaginn 26. september kl. 15 og á internetinu miðvikudaginn 30. september. En hvað verða þá

Birt

21. sept. 2020

Aðgengilegt til

21. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.