Síðdegisútvarpið

8.september

Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hófst í London í dag. Við heyrum í Kristni Hrafnssyni ritstjóra Wikileaks en hann er nýkominn úr réttarsalnum.

Um 25 manns bíða eftir úthlutað símavini hjá Rauða krossinum. Verkefnið símavinir tók mikinn kipp í farladrinum í vetur og auglýsir Rauði krossinn þess vegna eftir sjálfboðaliðum í þetta magnaða verkefni. Sigríður Ella Jónsdóttir verkefnastjóri símavina segir okkur nánar frá þessu.

Í kvöld mætir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu Belgíu. Leikurinn verður í beinni á Rás 2 og við fáum lýsandann sjálfan, Einar Örn Jónsson til okkar í smá upphitun.

Tenórsöngvarinn Gunnar Björn Jónsson er nýkominn heim til Íslands frá Salzburg í Austurríki þar sem hann tók þátt í söngvarakeppninni Grandi Voci. Keppendur voru um þrjúhundruð talsins og gerði Gunnar Björn sér lítið fyrir og sigraði. Við heyrum i Gunnari Birni hér á eftir en hann dvelur í sóttkví í sigurvímu.

er tími sem bændur fara á fjall og einn þeirra sem er undirbúa för er Þórarinn Ingi Pétursson bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi. Við heyrum af ferðaplaninu hér rétt á eftir.

Heyskapur leit illa út fyrir bændur víða á Norð- og Austurlandi vegna kalskemmda í túnum, og þurftu margir fara í kostnaðarsamar aðgerðir við plægja upp tugi hektara, sem seinkaði öllum heyskap. Fréttastofan fór á stúfana og talaði við bændur í Fnjóskadal og Aðaldal, og forvitnaðist um hvernig heyskapurinn hafi gengið. Við heyrum viðtal Óðins Svans Óðinssonar fréttamanns við Sveinbjörn Þór Sigurðsson, bónda á Búvöllum í Aðaldal, frá því fyrr í dag.

þess geta þessi bóndi slapp við kaupa rúllur, en því miður voru ekki allir bændur svo lánsamir - fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum sjónsvarps

Sl. föstudag birtist viðtal við Björn Zoega forstjóra Karónlínska sjúkrahússins í Stokkhólmi sem er stærsta sjúkrahús Svíþjóðar þar sem kom fram Kórónufaraldrinum væri ljúka í Svíþjóð og ekki væri búist við seinni bylgju kórónuverufaraldursins þar í landi. Svíar hafa farið nokkuð óhefðbundna leið í sóttvörnum og öðru sem tengist faraldrinum, en er leið rétta og hverju þakkar Björn þennan árangur Svía - við heyrum í Birni hér rétt á eftir.

Birt

8. sept. 2020

Aðgengilegt til

8. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.