Síðdegisútvarpið

7. september

Um 20 manns bíða þess komast í meðferð á Reykjalundi, vegna eftirkasta COVID-19 sjúkdómsins. Fjórir eru þegar byrjaðir í meðferð. Við fáum til okkar Pétur Magnsússon nýráðinn forstjóra Reykjalundar í þáttinn í dag.

Tónlistarmaðurinn Axel Einarsson lést um helgina. Axel kom víða við á sínum ferli þar á meðal í hljómsveitunum Deildarbúngubræðrum, Tilveru og Icecross. Jónatan Garðarsson segir okkur frá helstu aftrekum Axels.

Sigvaldi Jóhannesson eða Silli kokkur eins og hann kallar sig er á ferð um landið í matarvagni sínum. Um helgina kom hann við á Egilstöðum með glænýjann rétt, hreindýrapylsu. Silli bauð einnig upp á heiðargæsaborgara. Móttökurnar voru svo góðar Silli seldi allt sem hann átti í vagninu. Við heyrum í Silla varðandi pylsuna og hvað næst á dagskrá.

Við ætlum líka kynna okkur starfsemi Sáttamiðlaraskólans - Lilja Bjarnadóttir lögfræðingur og sáttamiðlari fer yfir lyklana sáttamiðlun með okkur

En við byrjum á hringja til England, nánar tiltekið í Sigurð Sverrisson sem búsetur er í Liverpool. Nýjum smitum í bretlandi fjölgar ört og er óttast um Bretar séu búnir missa tökin á faraldrinum. Einnig spyrjum við Siurð um hvað pressan segir um enska landsliðið eftir leik sinn við Ísland.

Birt

7. sept. 2020

Aðgengilegt til

7. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.