Síðdegisútvarpið

2. september 2020

Börn með ADHD verða frekar en önnur fyrir einelti. Þau leggja líka í einelti. Sigrún Jónsdóttir, adhd-markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum, kemur til okkar og fer yfir ástæðurnar með okkur en samtökin eru með opinn spjallfund um málið í kvöld.

Smekkleysa stendur þessa dagana fyrir uppboði á munum sem tengjast sögu fyrirtækisins. Þarna er finna Sykurmola jakka, plötur og boli, Mínus varning, rúmlega 30 ára gamlan HAM bol, baksviðspassa, barmerki, notaða bómullarsokka í plastflösku og svo mætti lengi telja. Uppboðið fer fram á netinu en Síðdegisútvarpið hitti Einar Örn Benediktsson í verslun Smekkleysu á Óðinsgötu.

Þýskt fyrirtæki hefur keypt fjórðungshlut í kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Sagafilm. Hilmar Sig­urðs­son for­stjóra Sagafilm segir það fjölga möguleikunum á alþjóðlegri dreifingu kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Við ræðum málið við hann.

Lögreglan varar við netsvindlurum á Facebook. Herjað er á viðskiptavinir íslenskra stórfyrirtækja. Lögreglan segir víðtæk netárás hafi staðið yfir gegn viðskiptavinir Íslandsbanka í dag. Við ræðum við Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóra upplýsingaöryggisfyrirtækisins Syndis.

Staða heimilislausra og fíkla hefur verið slæm í sumar. Harkan meiri þar sem framboð á efnum hefur minnkað í heimsfaraldrinum. Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarúrræðis Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, segir undirbúning fyrir veturinn standa yfir. Safna eigi fyrir nýjum bíl sem nýttur er til starfseminnar.

Birt

2. sept. 2020

Aðgengilegt til

2. sept. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.