Síðdegisútvarpið

20. ágúst

Stjórnendur og starfsfólk í skólum á öllum stigum hafa þurft grípa til flókinna og umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar, nándarmarka og fjöldatakmarkana. Sumir hafa undirbúið fjarkennslu og aðrir breytt skipulagi húsnæðisins til geta hreinlega haldið kennslu gangandi. Sumir hafa þurft gera hvoru tveggja. Háskólanum í Reykjavík hefur verið skipt í tugi sótthvarnarhólfa, neyðarútgöngum breytt og tjald reist til skýla nemendum við skólann. Ari Kristinn Jónsson rektor ætlar tala um þessar áskoranir og lausnirnar við okkur á eftir.

Það geisa miklir eldar í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa neyðst til yfirgefa heimili sín. Miklir þurrkar og hitabylgja gera það verkum eldar kvikna mjög auðveldlega og það er talið eldarni eigi upptök sín í miklu þrumuveðri um síðustu helgi. Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum er búsett í Kísildalnum í Kaliforníu og hún hefur þurft þola mikinn reyk vegna eldanna. Við heyrum í henni á eftir.

Ætla um 5000 rafbílar séu i notkun á Íslandi í dag. Og sennilega hafa aldrei fleiri rafbílar ekið hringveginn en í sumar. En hvernig gekk þjónusta þessa bíla og hvernig er næstu skrefum háttað í uppbyggingu rafhleðslustöðva hjá ON? Hrafnhildur fór og hitti Hafrúnu Þorvaldsdóttur verkefnastjóra hleðslunets hjá ON og spurði út í þessi mál.

Markaðssérfræðingar þakka forstjóranum Tim Cook velgengni Apple undanfrið en verðmæti hlutabréfa í Apple er tvöfalt meira en í mars síðastliðnum. Og við erum tala um stjarnfræðilegar upphæðir. Við ætlum rýna í þessar tölur með Birni Berg Gunnarssyni, deildarstjóra greininga hjá Íslandsbanka.

Erindi Guðrúnar Johnsen, hagfræðings, á samráðsfundi stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til lengri tíma vegna heimsfaraldurs kórónuveiru - hefur vakið mikla athygli. Þar kom meðal annars fram í heiminum öllum búi 93 prósent af vinnuafli við lokun vinnustaða hluta eða í heild og um 400 milljón störf hafi tapast. Guðrún kemur til okkar á eftir.

Birt

20. ágúst 2020

Aðgengilegt til

20. ágúst 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.