Síðdegisútvarpið

14.ágúst

Allir sem koma til landsins verða skimaðir tvisvar. Fyrst á landamærunum og svo lokinni 4-5 daga sóttkví. Þetta gildir jafnt um Íslendinga og erlenda ferðamenn. Hvað segja samtök ferðþjónustunnar um þessa ráðstöfun? Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar verður á línunni.

Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands sest hjá okkur á eftir. Hún ætlar ræða við okkur um bóluefnið sem Rússar segja tilbúið og horfurnar á því bóluefni finnist gegn kórónuveirunni.

Martha Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar kemur til okkar í þáttinn, við ætlum ræða við hana um leikárið framundan og hver veit nema við spyrjum hana út í dularfulla hljóðið sem fjallað hefur verið um undanfarið.

Reykjavíkurmaraþoni hefur verið aflýst. En það þýðir ekki fólk hætt við hlaupa. Bjarki Gylfason er einn þeirra sem hefur mánuðum saman búið sig undir hlaupa heilt maraþon. Hann ætlar safna fyrir gott málefni með því hlaupa 10 hringi kringum Seljahverfið í Reykjavík. Við heyrum í honum hljóðið.

Karl Olgeirsson píanisti verður síðan á línunni í lok þáttar - í kvöld er gigg í Hörpu, það er jazzsumargigg.

Birt

14. ágúst 2020

Aðgengilegt til

14. ágúst 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.