Síðdegisútvarpið

10. ágúst

Alma Möller landlæknir verður gestur okkar í Síðdegisútvarpinu í dag. Hún ræðir stöðu mála og mögulegt framhald.

Meira en 200 mans létust og um 6000 slösuðust í sprengingunni miklu í Beirút í síðustu viku. Ástandið í borginni er skelfilegt og mikil ólga meðal margra landsmanna, sem vilja stjórnvöld burt. Mótmælt er á götum og mikil reiði. Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður ætlar ræða við okkur um þetta - hún var í Beirút í vor.

Við ætlum líka forvitnast um fræðsluverkefnið Tónatal sem verður hleypt af stokkunum á morgun. Verkefnið er kynnt sem fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN og Bjarni Daníel Þorvaldsson tónlistarmaður, segja okkur betur frá Tónatali.

Við ætlum líka hringja norður í Mývatnssveit en þar er bongoblíða í dag og verður næstu daga. Við heyrum í Einari Leifssyni starfsmanni í Vogabúinu.

Birt

10. ágúst 2020

Aðgengilegt til

10. ágúst 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.