Sérfræðingurinn

Sérfræðingurinn

Sérfræðingurinn er nýr liður í Mannlega þættinum í dag þar sem sérfræðingar þáttarins svara spurningum hlustenda. Við fáum kynlífsráðgjafa, lækni, geðlækni, sjúkraþjálfara o.s.frv.

Hlustendur geta sent okkur tölvupóst með spurningar á [email protected] eða bara hefðbundinn póst eftir gamla laginu á: Mannlegi þátturinn, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Ef hlustendur óska þess þá berum við fram spurningar þeirra án þess geta nafns þeirra, fyllsta trúnaði heitið.