Segðu mér

Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir

Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir eiginmanni sínum, Birni Thors, í einleiknum Vertu úlfur sem frumsýndur verður bráðlega í Þjóðleikhúsinu. „Við vorum öll eins og skurnlaust egg. Af því ég vildi þessi sýning væri á hnífsblaði, á hættulegum stað,“ segir Unnur.

Þjóðleikhúsið hefur sýningar á stóra sviðinu nýju föstudaginn 22. janúar, eftir nær fjögurra mánaða samfellt hlé vegna samkomubanns, með frumsýningu á einleiknum Vertu úlfur. Verkið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, sem einnig leikstýrir, og er byggt á bók Héðins Unnsteinssonar.

Fjallað er hispurslaust um baráttuna við geðsjúkdóma út frá sjónarhóli manns sem í senn glímir við geðraskanir og starfar innan stjórnsýslunnar á sviði geðheilbrigðismála. Þetta er einleikur með Birni Thors, eiginmanni Unnar, og hafa hjónin lært sitthvað nýtt í ferlinu. „Við höfum aldrei unnið í þessari kemistríu þar sem annað er leikstýra hinu,“ segir Unnur. Mörk og markaleysi eru til umfjöllunar í verkinu og hefur samlífi þeirra tekið spegla það í ferlinu. „Það er algert markaleysi í gangi núna því Bjössi fær nótur á koddanum á hverju kvöldi og þegar hann vaknar. Við erum nálgast frumsýningu og þá verður takturinn örari og ég verð alveg heltekin af því viðfangsefni sem ég er fást við hverju sinni.“

„Þetta er lífið okkar, það er bara svona,“ segir Björn. „Þú ert í kafi þegar þú ert vinna stóru verkefni. Núna blæðir vinnan alveg heim. Við erum vinna allan sólarhringinn og stöðugt að.“

Birt

14. jan. 2021

Aðgengilegt til

14. jan. 2022
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir