Segðu mér

Eyjólfur Pálsson í Epal

Eyjólfur Pálsson stofnaði Epal í 30 fermetra bílskúr fyrir meira en fjórum áratugum síðan sem er ein stærsta hönnunar- og húsgagnaverslun landsins með fjórar búðir. Hann lærði húsgagnaarkitektúr í Kaupmannahöfn og vinnan er hans helsta áhugamál, þó hann hafi eftirlátið syni sínum stjórn fyrirtækisins.

„Ég er nýbúinn eignast Eggið [stólinn],“ segir Eyjólfur Pálsson. „Ég hef forðast eiga á mínu heimili mest seldu hlutina úr versluninni, þannig ég skilgreini hvenær ég er heima og hvenær ég er í vinnunni,“ segir Eyjólfur. Hann hefur til mynda aldrei tekið í mál láta mynda sig á sínu heimili. „Það er ekki í boði. Ég vil bara hafa mitt prívat. Velkomið taka myndir og viðtal í versluninni en ekki heima,“ segir Eyjólfur og gengst við því vera prívat maður. „Væntanlega er ég of mikill vinnuhestur í mínu áhugamáli. Sem gerir það ég hef átt þrjár konur og tvö börn, stráka, með sitt hvorri konunni. Það gefast allir upp á mér.“ Vinnan hans Eyjólfs snýst um hönnun sem er líka hans helsta áhugamál. Hann segir erfitt fólk til skilja hversu mikilvæg hönnun sé. „Össur, Marel, CCP, þetta byggist allt upp á hönnun. Auðvitað er fullt af tækni í kring um þetta en hönnun er lykilatriði“.

Birt

17. nóv. 2020

Aðgengilegt til

17. nóv. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir