Segðu mér

Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrverandi ritstjóri

Hvern gat ég verið reið við yfir missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir miklar sorgir nýtur hún lífsins jákvæð og brosmild og segir það skemmtilegt og gott. Gullveig er kaþólsk og skriftaði sem barn en trúir ekki á himnaríki lengur.

Gullveig Teresa Sæmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Nýs lífs, er kaþólsk og alin upp við trúna. Þegar hún fæddist var til siðs börn fengju dýrlinganafn svo móðir hennar valdi Gullveigarnafnið úr Völuspá og Teresunafnið sem dýrlingsnafn. Gullveig er 75 ára, hraust með áhuga á lífinu og tilverunni og lítur síður en svo á sig sem aldraða. „Ég er vakandi og hef verið mjög gæfusöm, þó sorgin hafi líka bankað upp á, svo ég lít ekki á mig sem gamla,“ segir hún. Hún skrifaði grein sem kom út í bókinni Raddir - annir og efri ár sem nýverið kom út á vegum Skruddu og er ætlað miðla fróðleik um hvernig það er eldast, hvernig lífi fólk lifir á efri árum og væntingar til lífsins.

Birt

19. okt. 2020

Aðgengilegt til

19. okt. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir