Segðu mér

Katrín Oddsdóttir lögfræðingur

Katrín Oddsdóttir kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Eysteinsdóttur, á galeiðunni í Reykjavík. Þá var Katrín blaðamaður í Neskaupstað og Kristín var í lesbíurokksveitinni Rokkslæðan. Þær ala börnin sín upp í þeirri trú að þau hafi rödd og geti breytt samfélaginu og þannig uppeldi fékk Katrín sjálf hjá móður sinni. Katrín er ein helsta baráttukonan um nýja stjórnarskrá og er að gera þætti um meint skemmtanagildi lögfræðinnar.

Þegar dóttir Katrínar Oddsdóttur lögfræðings og konu hennar, Kristínar Eysteinsdóttur leikstjóra og fyrrum borgarleikhússtjóra, var að kríta í skólanum með öðrum bekkjarsystkinum sínum á dögunum sáu leikskólakennararnir ástæðu til að taka mynd af listaverkinu hennar. Á meðan önnur börn teiknuðu blóm og skrifaði dóttir lögfræðingsins og leikstjórans: HVAR ER NÝJA STJÓRNARSKRÁIN? með krít á flötina. Þegar Katrín fékk að sjá myndina fékk hún endurlit til eigin æsku og hló. „Ég var alin upp með þeim hætti að mamma og pabbi voru mikið að reyna að breyta samfélaginu og láta til sín taka,“ segir Katrín sem barnung tók þátt í aktívisma móður sinnar, Hólmfríðar R. Árnadóttur, sem er ein af stofnendum Kvennalistans.

Birt

8. okt. 2020

Aðgengilegt til

8. okt. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir

Þættir