Segðu mér

Ræningjarnir þrír

Allir Íslendingar þekkja ræningjana úr Kardemommubæ Thorbjörns Egners, þá Kasper, Jesper og Jónatan, uppátæki þeirra, sjarma og óþekkt. Flestir kunna jafnvel textann við vísur ræningjanna sem ýmist læðast hægt og hljótt eða eru búnir týna öllum eigum sínum. Frægust eru lögin í flutningi þeirra Baldvins Halldórssonar, Bessa Bjarnasonar og Ævars R. Kvaran sem gerðu ræningjana ódauðlega árið 1960 og var uppfærsla gefin út á hljómplötu og síðar geisladisk sem spilaður hefur verið á íslenskum heimilum í áratugi.

Margir hafa síðan fetað í þau stóru fótspor og brugðið sér í hlutverk ræningjanna. Í nýjustu uppfærslunni, sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardag, eru það félagarnir Hallgrímur Ólafsson eða Halli eins og hann er kallaður, Sverrir Þór Sverrisson sem er kallaður Sveppi og Oddur Júlíusson sem leika þjófóttu pörupiltana. Þeir komu til Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 og sögðu frá leikritinu og því sem hefur verið skemmtilegt en líka krefjandi í ferlinu.

Niðurlægjandi þegar Halli var beðinn kenna Sveppa sporin

Eitt það erfiðasta Sveppa mati er dansa, hann ruglaðist svo mikið um helgina hann fór huldu höfði í gleðskapnum eftir sýninguna. „Ég fokkaði upp öllum dönsunum og eftir frumsýninguna forðaðist ég danshöfundinn,“ segir Sveppi. „Svo var einhver sem sagði við mig: Þú ert Sveppi og þú kemst upp með allt. Það er allt í lagi þú klúðrir. En mig langar ekkert klúðra.“

Sveppi vissi þó ekki hversu slæmur dansari hann væri fyrr en Hallgrími var falið það verkefni kenna honum sporin. „Hann er líka alveg hræðilegur dansari en hann fékk skilaboð frá danskennaranum í frumsýningarpartýinu þar sem hann var beðinn um það.“

Birt

28. sept. 2020

Aðgengilegt til

28. sept. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir