Segðu mér

Einar Hermannsson

„Ég var svona barnafyllibytta, byrjaði mjög snemma en hætti líka mjög ungur,“ segir Einar Hermannsson nýkjörinn formaður SÁÁ. „Ég var 11 ára gamall sem telst frekar ungt, ég fór á minn fyrsta AA-fund 17 ára. Var þá búinn vita í nokkurn tíma ég ætti við vandamál stríða.“ Einar hætti svo alfarið drekka 27 ára.

Einar er líka bisness-maður og hefur undanfarin 20 ár verið framkvæmdastjóri hjá dansk-frönsku fyrirtæki sem er með starfsemi í 52 löndum. „Þeir eru stærstir á sínu sviði í útiauglýsingum. Eru með saminga við flugvelli, reka strætóskýli, almenningssalerni, reiðhjólaleigur og fleira. Velta 350-400 milljörðum.“ Núna rekur hann fyrirtæki með félaga sínum og þeir hyggjast hasla sér völl á því sem hann kallar örflæðismarkaðnum. Það er leiga á faratækjum til skamms tíma eins og rafhlaupahjólum, sem Einar segir á frumstigi og eigi eftir vaxa mikið. „Ef markaðurinn væri sími, væri hann Nokia 3110 í dag. Breytingarnar eru rosalega örar frá degi til dags. Í Bandaríkjunum eru fyrirtæki þar sem þú pantar heim til þín rafskútu og hún kemur sjálf keyrandi til þín.“

Birt

2. júlí 2020

Aðgengilegt til

2. júlí 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir