Segðu mér

Freyr Eyjólfsson

„Þetta markar mann alltaf held ég. Mjög djúpur sársauki en dýpkar mann einhverju leyti,“ segir Freyr Eyjólfsson. Hann og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans urðu fyrir þeirri sáru lífsreynslu missa barn undir lok meðgöngu.

Freyr er nýfluttur aftur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir margra ára dvöl erlendis. Hann var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér. „Ég held þú búir til sjálfan þig,“ segir Freyr þegar hann er spurður hvort hann hafi einhvern tímann fundið sig, eða gert tilraun til þess. „Með gjörðum og orðum. Ég er ekkert mikið fyrir svona heimspekiþrugl um finna sjálfan sig,“ segir Freyr sem hefur meðal annars verið fréttamaður, tónlistarmaður, heimavinnandi húsfaðir og endurvinnslutalsmaður svo fátt eitt nefnt.

Birt

22. apríl 2020

Aðgengilegt til

22. okt. 2021
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir