Samtal

05.07.2020

Samtal um afstöðu og afstöðuleysi

Á tímum örra og róttækra samfélagsbreytinga, þar sem ólíkum straumum og stefnum ægir saman, getur reynst örðugt að fóta sig. Þættirnir eru að sínu leyti tilraun guðfræðings og prests til að ná áttum á þaulkunnugum slóðum. Líklega kemur fáum á óvart að hvítur kristinn karlmaður, kominn yfir miðjan aldur, skuli lýsa því yfir að hann sé áttavilltur. Hann stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum; stundum er eins og öll spjót standi á honum. Til þess að ná áttum þarf hann að nema staðar og huga að því hvar hann stendur. Í því sambandi er nauðsynlegt fyrir hann sem aðra að gera upp við þá hefð sem við erum hluti af. Menn þurfa að geta litið upp og séð hvar við erum niður komnir og greint umhverfið. Hér er auk þess mikilvægt að kunna að taka með fyrirvara ýmiss konar hugmyndafræði sem býður einfaldar félagslausnir til þess að fullkomna heiminn. Einnig getur verið skynsamlegt að gjalda varhug við afstæðishyggju sem byggist á umburðalyndi en virðist hafa snúist upp í andhverju sína. Í þessari viðleitni verður leitað í forðabúr hugvísinda. Í þeirri veiku von að ná áttum.

Umsjón: Ævar Kjartansson og Sigurjón Árni Eyjólfsson.

Birt

5. júlí 2020

Aðgengilegt til

8. júlí 2021
Samtal

Samtal

Umsjón: Ævar Kjartansson.

Þættir