Allar manneskjur eru tilfinningaverur. Sumar ræða um tilfinningar sínar, aðrar síður. Tilfinningaleysi þykir löstur en öðrum leiðist tilfinningasemi. Stundum er sagt að munur sé á kynjunum hvað varðar aðgengi þeirra að eigin tilfinningum og hvað þau eiga létt með að tala um þær.
Hvað eru tilfinningar? Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar? Eiga þær sér sögu? Eru til heilbrigðar tilfinningar og óheilbrigðar?
Hvað með tilfinningar úti í samfélaginu? Stýra samfélagslegar kvaðir tilfinningum okkar? Er verið að spila með þær í stjórnmálaumræðu? Á markaðnum? Hvernig birtast þær í bókmenntum, kvikmyndum, fjölmiðlum?
Leitast verður við að svara þessum spurningum í samtali Ævars og Torfa við fræðimenn úr ólíkum greinum: sagnfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, félagsfræði og bókmenntafræði.