Samtal

Rósa Magnúsdóttir, dósent í sagnfræði við Árósaháskóla

Fjallað er um það hvernig málið og menningin fléttast saman; hvernig uppruninn, sagan með öllum sínum samskiptum og átökum til okkar daga er fólgin í tungumálunum sem við tölum. Málin geyma fortíðina í sér um leið og þau endurspegla völd og hugmyndir fyrri tíma um hvaðeina; hvað jákvætt og rétt og hvernig hlutirnir eigi vera - þótt við séum alltaf í óvissu um hvort komi fyrst, tungumálið eða samfélagið sem mótar tungumálið. Ótvírætt er þó við notum tungumálin sem valdatæki í samskiptum kynja, stétta og þjóða. Dæmi um þetta taka af stjórnmálum og skólum, hvort sem er í samskiptum milli einstaklinga, Íslendinga við fólk af öðrum málsamfélögum eða í átökum stórvelda á alþjóðavísu. Heimurinn sveiflast fyrir áhrif tungumálsins. Enn er það svo vald yfir orðræðunni færir fólki veraldleg völd og þá ríður á vera fyrstur tileinka sér nýja miðla hverju sinni, hvort sem það er smáskeytatíst og aðrir samfélagsmiðlar, raunveruleikasjónvarp, kvikmyndatækni, útvarp, dagblöð, prentaðar bækur, handskrifaðar eða munnlega mælskulistin. Þau sem hafa nýtt sér nýjustu aðferðir hverju sinni við miðla tungutakinu hafa með því náð mynda nýja valdahópa sem hafa komist til áhrifa í krafti nýrrar miðlunar.

Frumflutt

22. des. 2019

Aðgengilegt til

27. feb. 2025
Samtal

Samtal

Umsjónarmenn gesti í hljóðver sem ræða um sjálfsmynd frá ýmsum sjónarhornum.

Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.

Þættir

,