Karl Skírnisson, sníkjudýrasérfræðingur: Karl gerir upp starfsferil sinn þessa dagana og hefur tekið saman hversu mörg sníkjudýr hafa greinst á Íslandi. Hann segir að þau séu samt líklega bara toppurinn á ísjakanum. Rætt við Karl um rannsóknir hans.
Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítala Íslands: Við ætlum að velta aðeins fyrir okkur blóði, flest þekkjum við ABO blóðflokkakerfið en til eru fleiri flokkunarkerfi eins og Rhesus-kerfið sem byggir á mismunandi mótefnavökum. Gangi kona sem er með rhesus pósitívt blóð með barn sem er með rhesus negatívt hætta á að hún geti myndað mótefni gegn blóði barnsins, sem augljóslega getur leitt til ýmissa vandræða. Hér áður fyrr leiddu slík tilfelli oft til þess að skipta þurfti um blóð í nýfæddum börnum.
Stefán Gíslason með umhverfisspistil
Frumflutt
17. feb. 2022
Aðgengilegt til
18. feb. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.