Köfun í Þingvallavatni, bobsleðabrautir, kyn og textíll, umhverfismál
Anna María Einarsdóttir: Það mæðir mikið á köfurum við björgunarstörf í Þingvallavatni þar sem flugvél með fjórum fórst fyrir nokkrum dögum. Hvernig er að athafna sig í Þingvallavatni, hvaða aðstæður mæta köfurunum og hvernig búa þeir sig? Anna María eins og aðrir í kafarasamfélaginu fylgjast grannt með aðgerðum.
Ingólfur Hannesson: Vetrarólympíuleikarnir standa sem hæst og við í Samfélaginu hnutum um athyglisverðan punkt í umræðum um leikana í sjónvarpinu - þar sagði Ingólfur af því að bobsleðabrautirnar væru einkar umdeildar sérstaklega vegna umhverfisáhrifa. VIð fræddumst nánar um það.
Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands: umhverfisáhrif textíliðnaðarins í kynjafræðilegu ljósi.
Hafdís Hanna Ægisdóttir vistfræðingur með umhverfispistilinn um náttúrumiðaðar lausnir
Frumflutt
10. feb. 2022
Aðgengilegt til
11. feb. 2023
Samfélagið
Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.
Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.