Samfélagið

Brusselmótmæli, framtíðin árið 2000, fasteignamarkaður og flóttabörn

Þorfinnur Ómarsson: Þúsundir mótmæltu sóttvarnaraðgerðum í Brussel um helgina.

Helga Lára Þorsteinsdóttir með gamla upptöku ur útvarpinu frá 1950 en þar er endursagður pistill úr New York Times þar sem greinarhöfundur ímyndar sér hvernig framtíðin verður árið 2000.

Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum: Fasteignaverð er í hæstu og hæðum um þessar mundir og hefur hækkað hratt undanfarið. Á sama tíma fjölgar fyrstu kaupendum, sem aldrei hafa verið fleiri á markaði og þeir kaupa dýrari íbúðir; meðalverð fyrstu íbúðar er um 50 milljónir á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er líka yngra þegar það kaupir fyrstu íbúð. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sem aftur hækka vexti húsnæðislána sem hækka afborganirnar af þeim - það gæti þyngt róðurinn hjá mikið skuldsettu ungu fólki.

Málfarsmínúta

Ljiridona Osmani, kennari í Stapaskóla: Ljiridona kemur ung til Íslands ásamt fjölskyldu sinni sem er á flótta undan stríði og erfiðleikum í gömlu Júgóslavíu. Hún hefur notað reynslu sína í kennslu og til uppfræða nemendur sína um stöðu barna á flótta.

Birt

22. nóv. 2021

Aðgengilegt til

23. nóv. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.