• 00:02:38Dýralæknar fordæma flatnefja gæludýraræktun
  • 00:24:21Meðafli
  • 00:41:51Væringjar - Þórir Jónsson Hraundal

Samfélagið

Flatnefja gæludýr, meðafli og væringjar

Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir: evrópskir dýralæknar hafa sent út ákall til fólks um það kaupi ekki fái sér flatnefja gæludýr, en hundar og kettir sem eru með flatt eða klesst andlit verða sífellt eftirsóttari. Þetta útlit, sem er vinsælt því það þykir svo krúttlegt, gerir dýrunum hins vegar mjög erfitt fyrir og skerðir lífsgæði þeirra.

Guðjón Már Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun: Hvernig koma í veg fyrir spendýr, eins og hvalir, flækist í net við veiðar á fiski.

Þórir Jónsson Hraundal, lektor í mið-austurlandafræðum og arabísku við mála- og menningardeild Háskóla Íslands: Nýlega var haldið málþing um víkinga í austurvegi til heiðurs Sigfúss Blöndal sem árið 1954 gaf út bókina Væringjasögu: sögu norrænna, rússneskra og enskra hersveita í þjónustu Miklagarðskeisara á miðöldum.

Birt

28. okt. 2021

Aðgengilegt til

29. okt. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Pálsson.