Samfélagið

Verslun í dreifbýli. Einstakar mæður. Friðrik Páll.

Emil B Karlsson: Emil kynnir skýrslu sem hann vann um verslun í dreifbýli. Hann rannsakar sérstaklega 22 verslanir vítt um landið, greinir vandann og kemur með sjö tillögur lausn vandans.

Helena Rós Sturludóttir: 1. þáttur í þáttaröðinni Einstakar mæður sem fjallar um mæður sem eignast börn einar, án maka. í þessum ætti er rætt við fræðimenn um ýmis siðferðileg álitamál m.a. rétt barna til þekkja uppruna sinn. Viðmælendur í þessum þætti: Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Ástríður Stefánsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Henry Alexander Henrysson, heimspekingur.

Friðrik Páll Jónsson: Elon Musk, stofnandi Tesla og geimferðafyrirtækisins Space-X, sér fyrir sér hægt verði senda þúsundir manna til dvalar á Mars um miðja öldina. En hversu raunhæft er það? Mörg vandamál eru óleyst, og líklegra þykir það verði ekki fyrr en á síðari hluta aldarinnar menn stígi fæti á Mars. Fyrst verða menn líkindum sendir í hringferð um plánetuna, án þess lenda, og heim aftur

Birt

23. feb. 2021

Aðgengilegt til

23. feb. 2022
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Þórhildur Ólafsdóttir, Halla Harðardóttir og Leifur Hauksson.