Félagsstarf barna og ungmenna, grannaheimsókn og umhverfispistill.
Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Starfsemi ungmennahúsa og félagsmiðstöðva hefur breyst töluvert vegna Covid en nú er mikil áhersla lögð á vefviðburði og hittinga, eitthvað sem mörg börn og ungmenni finna sig vel í.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir, lögfræðingur og tveggja barna móðir í Vesturbænum: Á síðustu mánudögum hefur Samfélagið heimsótt fólk, Halla Harðardóttir fer til nágranna sinna og ræðir við þá um ýmislegt. Að þessu sinni sækir hún Margréti nágrannakonu sína heim og ræðir við hana um Einarsbúð, hverfisbúðinna sem fjölskylda hennar verslaði í þegar hún var að alast upp.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur með pistil um áhrif umhverfis á sálarlíf, upplifun og líðan.