Samfélagið

Náttúrufræðingurinn, 20 mínútna bærinn og úrslit forsetakosninga í BNA

Álfheiður Ingadóttir líffræðingur og ritstjóri Náttúrufræðingsins Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðirit um náttúrufræði og fagnar 90 ára afmæli í ár. Rætt við Álfheiði um fræðilegan framgang fræðigreinarinnar, erindi náttúruvísinda við almenning og framtíð miðlunnar á þekkingu úr þeim ranni.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar: Rætt verður um skipulagshugmyndir um 20 mínútna bæinn og hvaða ávinningar fylgja þeim og hvernig loftslagsmál, landslag og lýðheilsa verða hluti af skipulagsákvörðunum.

Friðrik Páll Jónsson með pistil um erlenf málefni: Michigan-ríki í Bandaríkjunum tilkynnti formleg úrslit forsetakosninganna í gær, og þar með virðist endi bundinn á tilraunir Trumps Bandaríkjaforseta til þess snúa úrslitunum sér í hag. En hann hefur ekki enn viðurkennt sigur Bidens

Birt

24. nóv. 2020

Aðgengilegt til

24. nóv. 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.