Karl Guðmundsson forstöðumaður hjá Íslandsstofu: Karl og samstarfsfólk hans hefur tekið upp á því að taka göngufundi, þar sem þau hittast utandyra og ræða um vinnu, en líka allt hitt sem áður var rætt á vinnustaðnum þegar allir máttu vera þar saman. Karl ræddi líka hvernig málefni útflutnings og fjárfestinga erlendis standa á covid tímum.
John Karel Birgisson, eigandi efnalaugarinnar Hraða við Ægissíðu. Síðustu mánudaga hefur Halla Harðardóttir heimsótt nágranna sína. Nú tekur hún hús á John, en hann hefur upplifað ýmisslegt frá því að hann tók við efnalauginni árið 2007. Halla ræðir við hann um hvernig sé að reka efnalaug á tímum þegar stór hluti fólks vinnur heima og enginn heldur veislur.
Páll Líndal umhverfissálfræðingur: Páll flytur pistil um sálræn áhrif umhverfis og hvernig það mótar líðan okkar og upplifun.