Edda Sif Pind Aradóttir , Carbfix og - Berglind Rán Ólafsdóttir ON :Hvernig er hægt að fanga 4 þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinuog breyta því í grjót? Orka náttúrunnar og Carbfix hafa samið við svissneskt nýsköpunarfyrirtæki um að þetta verði gert í nýrri verksmiðju hér.
Sigmundur Grétar Hermannsson, Simmi smiður: Fjallað um ástandsskoðun fasteigna -Simmi smiður hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að sýna frá störfum sínum og en hann segir fasteignamarkaðin og byggingariðnaðinn á Íslandi líkjast villta vestrinu - grátlega algengt sé að fólki kaupi eignir án þess að vita neitt um stöðu þeirra og ástand.
Stefán Gíslason ;Þá er fjallað um Loftlagsdæmið nýja þætti sem verða á Rás 1 innan skamms en þeir leita eftir fjölskyldum sem vilja taka venjur sína í gegn og lækka kolefnisspor heimilisins verulega.