Samfélagið

Matvælasjóður, kaupmaðurinn á horninu, phonograph og snjóþyngsli í Flj

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, formaður Matvælasjóðs: Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu verður settur á fót svokallaður Matvælasjóður og verður 500 milljónum króna úr ríkissjóði varið til stofnunar hans.

Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir og Vilborg Guðjónsdóttir, hönnuðir: Verslun og kauphegðun neytenda hefur heldur betur tekið breytingum frá því að kaupmaðurinn á horninu var okkar helsti þjónustuaðili. Við höfum séð allskyns keðjur og vöruhús, innlend og erlend, bjóða upp á sífellt meira úrval og oftar en ekki kemur þetta úrval langt að og sömuleiðis við neytendurnir, því verslun hefur færst úr kjarna hverfanna yfir í jaðarinn. Rætt við hönnuði sem vilja breyta þessu og endurvekja kaupmannsstefmningua í hverfunum.

Málfarsmínúta um íslenskuna á orðinu phonograph.

Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum. Þar er síðasta snjóskaflinn við húsið að hverfa, en veturinn var einstaklega þungur og erfiður, snjóþyngsli mikið og sér víða á.

Birt

26. júní 2020

Aðgengilegt til

26. júní 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Þættir