Keflavíkurflugvöllur, leiðsögufólk, Sigríður frá Brattholti og Afganis
Ágúst Guðbjartsson, vöru og innkaupastjóri á veitingastöðu á Keflavíkurflugvelli: ferðamennirnir eru smátt og smátt að mæta aftur - og það þýðir að starfsfólk Keflavíkurflugvallar gerir það líka - við heyrum í einum starfsmanni sem er ánægður að fá að þjóna og leiðbeina ferðafólki að nýju.
Pétur Gauti Valgeirsson, formaður félags leiðsögumanna: Leiðsögumenn eru framvarðasveit eftir COVID, hvernig undirbúa þeir sig fyrir að koma aftur til vinnu og hvernig hefur atvinnuástandið verið.
Einnig munum vi[ huga að pílagrímsgöngu frá Brattholti í Biskupstungum sem mun enda í Reykjavík á morgun, 17 júni. Gengi[ er til þess að minnast baráttu Sigríðar frá Brattholti gegn virkjun á Gullfossi. Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur segir frá göngunni og Sigríði í þættinum.
Friðrik Páll Jónsson flytur pistil um erlend málefni og fjallar um brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan.