Samfélagið

Bílaviðgerðir, poppmenning og ferðaþjónusta og fornbókaverslun.

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins: Rætt um stöðu bílgreinarinnar, endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílviðgerða og fleira.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála: Sífellt algengara er að nýir áfangastaðir líti dagsins ljós vegna tengsla þeirra við poppmenningu: sjónvarp, kvikmyndir og tónlist. Rætt um um rannsókn um áhrif og nýtingu poppmenningar í ferðaþjónustu.

Eiríkur Ágúst Guðjónsson bóksali: Þegar Eiríkur flutti til Reykjavíkur árið 1981 voru 14 fornbókaverslanir í miðbænum, nú starfar hann í þeirri einu sem eftir er, Bókinni við Hverfisgötu. Samfélagið kíktií heimsókn og ræddi við bóksalann um stöðu bókabúða hér í bæ og útí heimi, covid, amazon, uppskrift að góðu kvöldi og fleira og fleira.

Birt

20. maí 2020

Aðgengilegt til

20. maí 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Þættir