Reiðhjól. Húsaviðgerðir. Meiri hjól. Umhverfisspjall
Emil í hjólaversluninni Kríunni: Rætt við um gríðarlega aukningu í sölu reiðhjóla og reiðhjól á ýmsum verðbilum.
Elísa Arnarsdóttir og Tinna Andrésdóttir lögfræðingar hjá Húseigendafélaginu: Farið er yfir mikilvæg atriði sem húseigendur þurfa að hafa í huga þegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir á komandi mánuðum, ekki síst ef um húsfélög er að ræða.
Haukur Erlingsson verslunarstj. í Erninnum: Fjallað um hjólaeftirspurnina, ásókn í viðgerðaþjónustu og reiðhjól almennt.
Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er fjallað um athyglsiverða stöðu sem komin er upp í Hollandi. Hollenska ríkið neyðist til að grípa til róttækra aðgerða til að draga hastarlega úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok yfirstandandi árs og það ekki síst vegna dóms sem féll árið 2015.