Samfélagið

Hárgeriðslustofan. Reynslubankinn. Snyrtistofan. Ferðaþjónustan

Helena, Magnea og viðskiptavinir á hárgreiðslustofunni Gossip: Loksins kemst fólk í klippingu og litun eftir langvarandi lokanir. Í heimsókn Samfélagsins leyndi sér ekki að mikil gleði ríkti á Gossip hjá bæði starfsfólki og kúnnum.

Guðmundur G Hauksson, Reynslubankanum : Reynslubankinn er nýstofnaður og hefur það að markmiði að nýta reynslu og þekkingu fyrrum stjórnenda í atvinnulífinu til að aðstoða frumkvöðla og fyrirtæki sem þess óska . Bakvarðasveit bankans kemur úr ýmsum áttum og þjónusta bankans er ókeypis.

Ágústa Kristjánsdóttir snyrtistofunni Ágústu: Samfélagið í heimsókn á snyrtistofu og þangað koma núna viðskiptavinir með uppsafnaðan vanda eftir lokanir.

Friðrik Páll: Ferðaþjónusta í heiminunum er hrunin, og á þessu stigi er engin leið að vita hvenær hún kemst í fyrra horf. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins, telur að greinin verði einna síðust í röðinni að ná sér aftur á strik, og ekki sé útilokað að hún skreppi saman um 70 prósent í Evrópusambandslöndunum.

Birt

5. maí 2020

Aðgengilegt til

5. maí 2021
Samfélagið

Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál.

Umsjón: Leifur Hauksson og Þórhildur Ólafsdóttir.

Þættir