Útvarp
Sjónvarp
Útvarp
KrakkaRÚV
UngRÚV
Beint
RÁS 1
RÁS 2
RONDÓ
Dagskrá
Leit
Þættir
Útrás íslenskra pródúsera
Í þættinum er farið yfir helstu íslensku pródúserana sem hafa verið að vinna með röppurum utan landsteinana.
Rapplög í G dúr
Í þættinum er farið yfir hvernig íslenska senan hefur verið að færast meira og meira í átt að popptónlist og hefur fyrir vikið loksins fengið viðurkenningu í íslenskum tónlistariðnaði.
Þriðja bylgja
Í þættinum er farið yfir þriðju rappbylgjuna á Íslandi sem byrjaði fyrir alvöru eftir að Gísli Pálmi gaf út samnefnda breiðskífu. Ný kynslóð tekur alveg yfir senuna og trap hljómurinn…
Aðdragandi þriðju bylgju
Í þættinum er farið yfir aðdragandan að þriðju bylgju. Ný kynslóð kemur sterk inn, gamalreyndir rapparar snúa aftur og pródúseringar fara að færast í átt að trap tónlist frá Atlanta.
Senan fer neðanjarðar
Í þættinum er farið yfir neðanjarðarsenuna eftir að rappbólan springur. Margir rapparar úr annarri bylgju leggja míkrafóninn á hilluna, á meðan aðrir ríghalda í hann og ný kynslóð…
Önnur bylgja - Seinni hluti
Í þættinum er farið yfir enskumælandi hluta annarar bylgju sem var nánast eins og hliðstæður raunveruleiki og náði hámarki með útgáfutónleikum hópsins Smoketown Rockers.
Önnur bylgja - Fyrri hluti
Í þættinum er farið yfir aðra rappbylgjuna á Íslandi sem byrjaði með sigri XXX Rottweilerhunda í Músíktilraunum Tónabæjar en í kjölfarið fóru fleiri að rappa á móðurmálinu.
Fyrsta bylgja
Í þættinum er farið yfir fyrstu rappbylgjuna á Íslandi sem kom í kjölfar vinsælda Quarashi og Subterranean en langflestir röppuðu þá á ensku enda fyrirmyndirnar flestar frá Bandaríkjunum.
Ísland - Upphafið
Í þættinum er farið yfir upphafsár rapps hér á landi en Íslendingar voru mun seinni en nágrannaþjóðirnar að tileinka sér hip hop tónlist af alvöru en stefnan hafði þá verið til í um…