Rokkland

Árni Matt og plötur ársins

Það kom út gríðarlegt magn af tónlist á Íslandi á síðasta ári. Útgáfurnar eru næstum 500. 500 ?plötur?. Margir gáfu út á föstu formi, vinyl eða CD en flestir gáfu út á netinu eingöngu.

Það eru allir gefa eitthvað út er yfirskrift greinar sem Árni Matthíasson blaðamaður og allt-muligt maður á Morgunblaðinu skrifaði í Moggann um daginn. Árni hefur árum saman skrifað svona grein þar sem hann fer yfir plötur ársins og oft hef ég heyrt um þessar greinar hans Árna hann bara reyna vera ?öðruvísi? en aðrir og á þessum listum hans yfirleitt ekkert sem fólk þekkir ? bara eitthvað mjög skrýtið. Árni er gestur Rokklands í dag og við ætlum ræða þetta og hlusta á það sem Árni mælir með og segir ?það besta? sem kom út í íslenskri tónlist 2021.

Við ræðum líka aðeins um það besta sem kom út erlendis, aðeins um Bítlana og Bítlamynd Peters Jackson og svo kemur Sinéad O?Connor aðeins við sögu í restina en hún missti 17 ára gamlan son sinn um helgina. Hann gafst upp á lífinu og endaði það.

Birt

9. jan. 2022

Aðgengilegt til

11. jan. 2023
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.