Rokkland

Olivia Rodrigo, Moby og Dimma

Í Rokklandi í dag kynnumst við ungstirninu Oliviu Ridrigo, en fyrsta og eina platan hennar (Sour) er á toppnum á vinsældalistunum í bæði Ameríku og Bretlandi þessa vikuna. Við heyrum líka lög af nýju plötunni hans Moby sem heitir Reprise og Víkingur Heiðar Ólafsson er þar meðal gesta eins og Kris Kristofferson og Mark Lanegan t.d. Og svo koma þeir Stebbi Jak og Ingó Geirdal úr Dimmu í heimsókn með nýju plötuna sem heitir Þögn.

Birt

6. júní 2021

Aðgengilegt til

8. júní 2022
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.