Rokkland

Vintage Caravan, U2, Teenage Fanlcub og Yasmin Williams

Hljómsveitin The Vintage Caravan var senda frá sér frábæra pltötu á föstudaginn ? kraftmikla rokkplötu sem heitirMonuments. Þetta er fimmta plata Vintage Caravan sem hefur verið starfandi núna í 15 ár. Þeir setjast niður með mér þeir Óskar Logi Ágústsson og Alexander úr Vintage Caravan og segja okkur frá plötunni og við heyrum nokkur lög í seinni hluta þáttarins. Yasmin Williams heitir Bandarísk gítarkona sem er alveg frábær. Hún er nýbúin senda frá sér plötu sem heitir Urban Driftwood og er eingöngu leikin ? instrumental og kassagítarinn er í aðalhlutverki. Við kynnumst Yasmin Williams í þættinum í dag. Við heyrum líka nokkur lög af væntanlegri plötu skosku hljómsveitarinnar Teenage Fanclub sem kemur út í lok apríl, en byrjum á skella okkur á tónleika með U2 í París.

Birt

18. apríl 2021

Aðgengilegt til

20. apríl 2022
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.