Rokkland

Bubbi, BSÍ, Skoffín, Foo Fighters, The Cure ofl.

Í Rokklandi í dag ætla ég koma víð á ýmsum stöðum. Við heyrum nokkra ástarsöngva frá Bubba til byrja með og hann segir frá lögunum ? en hann er með tónleika í kvöld í streymi frá Hlégarði í Mosfellsbæ þar sem ástarsöngvar eru málið ? á Valentínusardegi.

En svo heyrum við líka upptökur með tveimur skemmtilegum íslenskum hljómsveitum sem voru gerðar fyrir Eurosonic tónlistarhátíðina í Hollandi sem var núna í janúar. Hljómsveitirnar eru BSÍ og Skoffín.

Við kíkjum aðeins á nýju Foo Fighters plötuna sem var koma út, heyrum nokkur lög af henni og svo heyrum við Tricky, Pheobe Bridgers og Cowboy Junkies spila Cure ? og svo í restina í Ukulellum.

Birt

14. feb. 2021

Aðgengilegt til

16. feb. 2022
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.