Rokkland

Bob Dylan - Rough and rowdy ways

Bob Dylan á plötu ársins í bresku tónlistarblöðunum Uncut og Mojo í ár auk þess sem platan hans; Rough and Rowdy ways, sem kom út síðasta sumar er í öðru sæti á lista Metacritic yfir plötur ársins en þar er öll gagnrýni ársins tekin saman.

Ég hlustaði á plötuna þegar hún kom út en fannst hún frekar leiðinleg og nennti ekki gera henni skil hérna í Rokklandi - Dylan aðdáandinn sem ég er. Ég varð hreinlega fyrir vonbrigðum með plötuna. En ákvað hlusta á hana betur og fjalla um hana í dag - mér hlýtur hafa yfirsést eða heyrst snilldin úr því hún fær svona góða dóma. Við heyrum nokkur lög af henni í þættinum í dag auk þess sem Guðmundur Andri Thorsson

Dylan aðdáandi og sérfræðingur og þingmaður flytur okkur stutta hugvekju um Dylan og plötuna.

Þar fyrir utan er ég svo með helling af splunkunýrri músík með fólki eins og Al Green, Sycamore Tree

, Taylor Swift, Ingu Björk Ingadóttur, Willie Nelson, Cygnus, Celeste og David Bowie sem hefði einmitt orðið 74 ára á föstudaginn ef hann hefði lifað og í dag eru 5 ár frá því hann lést.

Birt

10. jan. 2021

Aðgengilegt til

12. jan. 2022
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.