Rokkland

AC/DC, Songhoy Blues ofl.

Það eru tvær nýjar plötur í fókus í Rokklandi í dag. Annarsvegar platan Optimisme með Songhoy Blues frá Bamako í Mali - Songhoy Blues spilar Afríku-blús og rokk og er stórskemmtilegt band sem spilaði á Airwaves 2017. Hinsvegar er það nýja platan frá AC/DC sem kom út fyrir viku og stökk beinustu leið í toppsæti vinsældalista víða um heim. Aðrir sem koma við sögu í þættinum eru t.d. War on Drugs, Brittany Howard, Belle & Sebastian, Magnús Þór Sigmundsson, My Morning Jacket, Foo Fighters, System of a Down, Bleachers og Bruce Springsteen, og Stína Ágústsdóttir.

Birt

22. nóv. 2020

Aðgengilegt til

24. nóv. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir