Rokkland

ELVAR og Springsteen

Í Rokklandi dagsins ætla ég fjalla um nýju plötuna hans Bruce Springsteen sem heitir Letter to you og hann gerði með gömlu félögum sínum í E-Sreet bandinu. Svo kynnumst við tónlistarmanninum Elvar Þór Hjörleifsson sem sendi frá sér skemmtilega plötu í fyrra sem fór lítið fyrir, en bætum við úr því og kynnumst Elvari og hans músík. Og svo koma Sigur Rós, Gus Gus og Vök, og Karen O og Willie Nelson og Elvis Costello aðeins við sögu.

Birt

1. nóv. 2020

Aðgengilegt til

3. nóv. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir