Rokkland

Rokkland 1200 sinnum

Í dag er afmæli í Rokklandi sem hefur eftir þáttinn í dag farið 1200 sinnum í loftið og á um leið 25 ára afmæli núna í október.

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem hafa hlustað gegnum tíðina og eins þeim sem hafa nennt tala við mig í þáttunum en þeir eru fjölmargir. Ég hef eignast góða vini gegnum útvarpið og kunningja í þúsundavís. Rokkland hefur gert líf mitt betra á svo margan hátt og fyrir það er ég þakklátur. Þetta er orðið langt ferðalag en ég held ótrauður áfram þangað til annað kemur í ljós.

Í þættinum í dag ætla ég rifja upp hitt og þetta úr gömlum þáttum - fyrsta viðtalið við Sigur Rós 1997, viðtalið við Neil Young 2014, Brian Wilson 2016, Coldplay 2001, Utangarðsmenn 2000, Nick Cave 2013 og svo framvegis. Takk fyrir samfylgdina 1200 sinnum og í 25 ár.

Birt

25. okt. 2020

Aðgengilegt til

27. okt. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir