Rokkland

Peter Green 1946 - 2020, Nick Cave á Broadway 2002 ofl

Í Rokklandi dagsins heyrum við nýja músík frá Adrianne Lenker úr Big Thief, rifjum við upp þegar Nick Cave kom og spilaði á Broadway í Reykjavík í desember 2002 - heyrum brot af tónleikunum sem Rás 2 hljóðritaði. En megnið af tímanum fer svo í minnast gítarleikarans og tónlistarmannsins Peter Green sem stofnaði Fleetwood Mac á sínum tíma- átti með sveitinni 2-3 góð ár en tapaði síðan geðheilsunni eftir tilraunir með LSD. Hann hætti í bandinu, gaf alla peningana sína og allt sem hann átti, var greindur með geðklofa árið 1970 - en 1969 var hljómsveitin hans, Fleetwood Mac, heitasta bandið í Bretlandi og seldi meira af plötum en Bítlarnir og Rolling Stones. Peter Green lést í júlí 73 ára aldri. Hann var séní og einn áhrifamesti gítarleikari rokksögunnar.

Birt

4. okt. 2020

Aðgengilegt til

6. okt. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir