Rokkland

Cat Stevens/Yusuf Islam og Tea for the Tillerman

Cat Stevens er maður dagsins í Rokklandi. Árið 1970, fyrir hálfri öld sendi hann frá sér plötuna Tea for the Tillerman. Hann var 22 ára gamall - þetta var fjórða platan hans og hún hefur geyma lög eins og Wild World, Where do the children play og Father and son t.d. Hann hljómar alls ekki 22 ára á þessari plötu heldur frekar eins og lífsreyndur eldri maður. Það er hann svo sannarlega orðinn í dag. Hann er 72 ára gamall og það eru meira en 40 ár síðan hann tók Íslamstrú og tók upp nafnið Yusuf Islam. Hann hætti alfarið syngja og spila og semja lög, seldi alla gítarana sína og gaf peningana til góðgerðarmála. En löngu síðar fannst honum hann gæti látið það ganga saman, vera múslimi og syngja og spila og semja lög - gefa út plötur og spila á tónleikum.

Og núna þegar Tea for the Tillerman platan er orðin hálfrar aldar gömul ákvað hann gefa hana út í sérstökum afmælis-pakka eins og oft er gert, en hann lét ekki duga endurhljóðblanda plötuna eins og sumir gera heldur tók hann hana upp alla aftur. Hann er með sama upptökustjóra með sér og gerði plötuna með honum í gamladaga - Paul Samwell Smith sem var bassaleikari Yardbirds á sínum tíma, og gítarleikarinn Alun Davies sem var á gömlu plötunni og hans hægri hönd á sínum tíma er líka á þeirri nýju.

Í Rokklandi í dag ætla ég skoða þessa nýju útgáfu af Tea for the Tillerman og skauta yfir feril og ævi Cat Stevens/Yusuf og hann segir frá því sjálfur hvers vegna hann snérist til Islam á sínum tíma, hvers vegna hann hætti spila og hvers vegna hann byrjaði svo aftur.

Cat Stevens er klassík.

Birt

27. sept. 2020

Aðgengilegt til

29. sept. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir