Rokkland

Hörður Torfason syngur eigin lög

Hörður Torfason söngvaskáld, leikari og leikstjóri fagnaði 75 ára afmæli sínu síðasta föstudag - og í ár eru liðin 50 ár frá því hann gerði fyrstu plötuna sína. Og í ár eru líka 45 ár frá því Hörður sagði þjóðinni frá því í viðtali fyrstur íslendinga hann væri hommi. Það hafði gríðarleg áhrif á líf Harðar og margra annara. 2020 er mikið afmælisár hjá Herði og mér fannst það kjörin ástæða til hann í heimsókn í Rokkland og það sem við ætlum gera er hlusta saman á fyrstu plötuna hans - þessa 50 ára gömlu plötu; Hörður Torfason syngur eigin lög, sem hefur geyma lög eins og Þú ert sjálfur Guðjón, Lát huggast barn, Ég leitaði blárra blóma og kveðið eftir vin minn. Við ræðum um viðtalið í Samúel 1975, um Búsáhaldabyltinguna 2008, um íslenska hunda, músíkina og lífið og tilveruna almennt.

Birt

6. sept. 2020

Aðgengilegt til

8. sept. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir